#Television
Target:
Hverjir sem sáu um sýninguna í sjónvarpinu... (eða geta gefið út diskinn)
Region:
Iceland

Guffa Grín voru gæða þættir sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrir nokkuð löngu. Mig hefur alltaf langað að sjá þá aftur (það er að segja fyrir utan þessa nokkra sem ég á á upptöku).

Ég fór að pæla aðeins í þessu og líta í kringum mig. Ég tók t.d. eftir því að þættir eins og Bitti Nú! og alls konar dót hafa fengið sína DVD meðferð á meðan þessir cult þættir hafa ekki verið gefnir út. Sömuleiðis voru Tímon & Púmba gefnir út á DVD á íslensku og voru það nokkuð góðir diskar. Guffa Grín, aðrir (og ekki síðri) Disney þættir ættu alveg eins að vera komnir út á DVD.

Þættirnir hafa þegar komið út á ensku á DVD. Það ætti ekki að vera erfitt að færa íslenska talið yfir það, halda menu-unum og öllum fídusunum á disknum og gefa út á Íslandi. Þættirnir voru nú gefnir út á VHS á sínum tíma. Þetta ætti ekki að vera neitt erfiðara.

Þar sem flest okkar ólust upp við að horfa á þetta á íslensku er ekkert gaman að kaupa ensku útgáfuna.

Gef oss Guffa Grín!

Við viljum fá Guffa Grín á DVD á íslensku:

The Guffa Grín á DVD á íslensku! petition to Hverjir sem sáu um sýninguna í sjónvarpinu... (eða geta gefið út diskinn) was written by T.H. and is in the category Television at GoPetition.

Petition Tags

Guffa Grín DVD