#Students' Rights
Target:
Háskóli Íslands
Region:
Iceland
Website:
www.student.is

Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að Háskólaráð dragi til baka ákvörðun sína um gjaldskyld bílastæði við Háskóla Íslands!

Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þá ákvörðun Háskólaráðs að setja gjaldskyldu á hluta bílastæða við Háskóla Íslands. Fulltrúar Stúdentaráðs hafa fengið staðfest að þetta sé einungis byrjunin – fyrr en varir verði öll bílastæði við Háskólann gjaldskyld. Gjaldskyldunni er ætlað að bæta aðgengi að ákveðnum þjónustueiningum innan Háskólans, svo sem Bóksölu stúdenta og Hámu. Háskóli Íslands, flaggskip íslenskra menntastofnana, er ekki þjónustumiðstöð - Háskóli Íslands er menntastofnun. Þeir einstaklingar sem hér sækja aðeins þjónustu skulu ekki hafa forgang í bílastæði fram yfir þá sem hér sækja menntun. Í því skelfilega efnahagsástandi sem nú stendur yfir er afar óskynsamlegt og óheppilegt að leggja aukin gjöld á stúdenta og starfsmenn Háskólans. Stúdentaráð krefst þess að Háskólaráð dragi til baka ákvörðun sína um gjaldskyld bílastæði við Háskóla Íslands.

Ég undirritaður/undirrituð er andvíg/ur gjaldskyldum bílastæðum við Háskóla Íslands.

GoPetition respects your privacy.

The Engin gjaldskyld bílastæði við Háskóla Íslands! petition to Háskóli Íslands was written by Hildur Björnsdóttir and is in the category Students' Rights at GoPetition.

Petition Tags

europe