#Environment
Target:
Alþingi
Region:
Iceland
Website:
changemaker.is

Breytendur – Changemaker Iceland eru hreyfing rekin af ungu fólki sem vinnur að jöfnuði og sanngirni í heiminum öllum. Í ár hyggjumst við vekja athygli á neikvæðu hliðum þess að íslendingar leggi í olíuvinnslu.

IPCC er alþjóðleg nefnd 660 vísindamanna sem fara yfir þúsundir ritrýndra greina og gefa reglulega út hlutlausa skýrslu um stöðu loftslagsbreytinga. Niðurstaða nýjustu skýrslu IPCC er afdráttarlaust sú að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað, að þær séu af mannavöldum og að grípa verði til aðgerða þegar í stað. Yfirborð sjávar hækkar þannig að láglendi og eyjur víða um heim eru að fara í kaf, úrkomumynstur breytast, jöklar bráðna, hafís hverfur og höfin súrna. Hvað súrnun sjávar varðar er Ísland á versta stað og stjórnvöld verða láta rödd Íslands heyrast. Frekari leit eftir olíu gengur því þvert á hagsmuni Íslands.
Til að hnattræn hlýnun haldist undir tveggja gráðu mörkunum – sem talið er algert hámark - má ekki brenna meira en 30% af allri þeirri olíu sem þegar hefur verið fundin. Gríðarlega óábyrgt verður að teljast að Ísland – iðnvætt og vel stætt land – ætli sér að hefja olíuvinnslu með gróðavon í huga án tillits til hins hnattræna samhengis. Ef raunverulegur vilji væri til þess að ná markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda væri olíuvinnslu á Drekasvæðinu sjálfhætt. Hinsvegar er staðan sú að enginn flokkur á Alþingi tekur skýra afstöðu gegn vinnslunni. Því viljum við breyta!

Umhverfisslys á norðurslóðum – Enn meiri hætta!
Drekasvæðið liggur norðan við heimskautabaug. Mikið dýpi sjávar, slæm birtuskilyrði og fjarlægð frá landi gera það að verkum að stórfegnlega erfitt og jafnvel ómögulegt verður að ná stjórn á aðstæðum ef að eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt þeim takmörkuðu heimildum sem til eru um svæðið er það mikilvægt fæðusvæði fyrir lífverur sem lifa á dýrasvifi, sérstaklega síld, loðnu og hval . Slys á þessu svæði myndi því hafa áhrif á fiskistofna í kringum íslandsstrendur og mögulega bitna á sjávarútveginum, einni af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Þess vegna teljum við að hætturnar sem fylgja því að bora eftir olíu á drekasvæðinu séu meiri en ágóðinn.

Óvís gróði – mikil áhætta!
Það færir okkur að gróðahliðinni. Hver er þessi gífurlegi gróði sem sífelt er verið að ræða? Svarið við þeirri spurningu er nokkuð flókið, enda er gróðinn af olíuvinnslu miðaður við að núverandi markaðsumhverfi haldist í sömu mynd um ókomna framtíð. Ef stjórnvöld reikna með að COP ráðstefnurnar skili árangri og að bindandi lög um þak á útblástur gróðurhúsalofttegunda verði innleidd fyrir 2020 er olíuvinnsla sem skilar ekki hagnaði fyrr en eftir mörg ár af rannsóknum og framkvæmdum ekki mjög arðbær. Við teljum að með því að spila í olíulotteríinu verði íslendingar hluti af vandamálinu þegar við gætum svo auðveldlega verið partur af lausninni!

Ísland – Lausnaeyjan!
Ísland hefur mörg tækifæri til að verða hluti af lausninni. Það er nóg til af tækifærum til að hafa sterkann grænann iðnað á landinu ef viljinn er fyrir hendi. Landsvirkjun hefur þegar sett upp tvær vindmyllur og ætlar sér að setja upp fleiri , gróðurhús sem gætu uppfyllt grænmetisþörf landans er á hugmyndastigi og repja vex auðveldlega á íslandi svo eitthvað sé nefnt . Breytendur hvetja stjórnvöld til að ýta frekar undir grænan iðnað en olíuvinnslu. Með því að segja nei við olíuvinnslu senda stjórnvöld mikilvæg skilaboð um að Ísland vilji vera í fararbroddi í umhverfismálum. Við viljum sjálfbærar lausnir til framtíðar frekar en skaðlegar skammtímalausnir. Við viljum olíulaust Ísland!"

Ég undirritaður/undirrituð tel að leit eftir olíu á Drekasvæðinu gang þvert gegn markmiði Sameinuðu þjóðanna um að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 2 gráður á Celsius. Til að það gangi eftir má ekki brenna meira en 30% af allri þeirri olíu sem þegar hefur verið fundin.

Niðurstaða Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) um loftslagsbreytingar er að draga verði að draga úr fjárfestingum í olíu og öðrum kolefnaiðnaði um 20 prósent ár hvert fram til ársins 2030. Gríðarlega óábyrgt verður að teljast að Ísland – iðnvætt og vel stætt land – ætli sér að fjárfesta í olíuvinnslu með gróðavon í huga án tillits til hins hnattræna samhengis. Ef raunverulegur vilji væri til þess að ná markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda væri olíuvinnslu á Drekasvæðinu sjálfhætt.

GoPetition respects your privacy.

The Enga olíuvinnslu! petition to Alþingi was written by Breytendur - Changemaker Iceland and is in the category Environment at GoPetition.